Hættustig vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga

Hættustig vegna COVID-19

Ferðalög breskra ríkisborgara frá 01.01.2021 – Travel to Iceland for british nationals will change from 01.01.2021

Travel to Iceland for british nationals will change from 1 January 2021

Tilkynna mál / sækja um leyfi

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringdu í síma 800 5005 fyrir nafnlausar upplýsingar.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Ferðatakmarkanir til Íslands vegna COVID-19

Á þessari síðu má finna allar nauðsynlegar upplýsingar um þær ferðatakmarkanir sem í gildi eru fyrir ferðalög til Íslands vegna COVID-19. Nánar

Suðurnesin Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar

Ríkislögreglustjóri

Fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.

Nánar

LÖGREGLAN Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
This message is only visible to admins.
Problem displaying Facebook posts. Backup cache in use.
Error: (#10) This endpoint requires the 'manage_pages' or 'pages_read_engagement' permission or the 'Page Public Content Access' feature. Refer to https://developers.facebook.com/docs/apps/review/login-permissions#manage-pages and https://developers.facebook.com/docs/apps/review/feature#reference-PAGES_ACCESS for details.
Type: OAuthException

Við viljum benda á eftirfarandi tilkynningu frá Hjólreiðafélagi Akureyrar vegna hugsanlegra tafa í umferðinni en allir eiga þó að komast leiðar sinnar. Farið varlega í umferðinni. ... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áherslan í sumar hefur m.a. verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, ferðavögnum/eftirvögnum og hættulegum framúrakstri. Það er ánægjulegt að sjaldnast hefur verið ástæða fyrir lögreglu til að kæra fyrir vanbúnað eftirvagna/ferðavagna, en í nokkrum tilvikum hefur ökumönnum verið bent á atriði sem þeir þurfa að laga, t.d. að framlengja hliðarspegla þegar ökutæki draga breiða eftirvagna. Því miður eru líka alltaf einhverjir sem leyfa sér að virða ekki reglur um hámarkshraða, auk þess að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur en ekki þarf að fjölyrða um þá hættu sem það skapar í umferðinni. Flestar aðfinnslur gátu ökumenn lagað á vettvangi eða ábendingarnar fóru með ferðalöngunum sem gott veganesti. Í flestum tilvikum virðast ferðalangar því huga vel að ástandi ferðavagna/ökutækja og passa að fyllsta öryggis sé gætt. Ekki má heldur gleyma mikilvægi þess að þeir sem eru með ferðavagna/eftirvagna í eftirdragi virði reglur um hámarkshraða, en þeir geta nú ekið á allt að 90 km hraða þar sem slíkt er leyfilegt á þjóðvegi, en þá er miðað við bestu aðstæður og nauðsynlegt að hafa það í huga.

Veðurspáin fyrir þessa verslunarmannahelgi er annars misgóð eftir landshlutum, en ferðalangar eru hvattir til að kynna sér veðurspár í þaula áður en lagt er af stað. Auk aksturs á löglegum hraða er líka nauðsynlegt að ökumenn og farþegar spenni beltin og að sjálfsögðu eiga allir ökumenn að vera allsgáðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur alla vegfarendur til þess að sýna þolinmæði, sem er ómissandi í umferðinni, og gæta skal sérstakrar varúðar við framúrakstur. Með ósk um velfarnað í umferðinni.

Jafnframt þessu verður haldið úti eftirliti í hverfum í umdæminu og því vill lögreglan ítreka að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan. Lögreglan vill ennfremur minna á mikilvægi þess að fólk gangi tryggilega frá heimilum sínum, t.d. að loka gluggum, þegar það fer að heiman og ekki er úr vegi að tilkynna nágrönnum um slíkt, en nágrannavarsla getur skipt sköpum þegar kemur að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Sérstaklega er minnt á að útiljós séu kveikt þar sem þau eru til staðar, hvort sem um ræðir bakatil við hús eða að framanverðu. Slíkt einfaldar nágrönnum að sjá umferð/mannaferðir við húsin. Sömuleiðis er mikilvægt að fólk upplýsi ekki um fjarveru sína fyrir allra augum þegar farið er í frí, t.d. með tilkynningu á samfélagsmiðlum. Lögreglan verður með hefðbundið eftirlit um verslunarmannahelgina, en áhersla verður lögð á að fylgjast með íbúðarhúsnæði eins og kostur er.

Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000 eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.

Að síðustu er minnt á reglur vegna Covid-19, sem gilda til og með 13. ágúst, og er fólk beðið um að fylgja þeim í einu og öllu, ekki síst er varðar almennar fjöldatakmarkanir, grímuskyldu og nándarmörk.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Líka ágætt að minna ökumenn á ljósabúnað bifreiða sinna það er stutt i að haustið komi með tilheyrandi ljosaskiptum

Notum tækifærið og SEKTUM fyrir ranga notkun Ljósabúnaðar.....

Síðdegis í gær var leitað að sex ára stúlku í Þingholtunum, en hún var í heimsókn í hverfinu og því ókunnug umhverfinu. Móðirin hringdi í lögregluna um leið og hvarfið uppgötvaðist og strax var hafist handa við að finna stúlkuna. Margir komu að leitinni, m.a. íbúar í hverfinu og vegfarendur þar, en aðdáunarvert var að sjá alla leggjast á eitt. Biðin var örugglega mjög erfið, en um klukkustund leið áður en stúlkan fannst. Hún hafði þá gengið töluverðan spöl, en það var vegfarandi sem fann stúlkuna og lét móðurina vita. Þá þegar höfðu verið gerðar ráðstafanir til að kalla út sporleitarhund og leitarflokk, en aðstoðarbeiðnin var afturkölluð þegar gleðitíðindin bárust. Lögreglumenn sóttu því næst stúlkuna og komu henni til móðurinnar og voru það fagnaðarfundir eins og gefur að skilja. Hópur fólks varð vitni að endurfundum mæðgnanna og var þá klappað vel og innilega. Það var virkilega fallegt að sjá. ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Takk fyrir að deila🥰 já sem betur fer er náungakærleikurinn til staðar hjá okkur og svo er svo gaman að fá jákvæðar og ánægjulegu fréttirnar líka í þessu árferði. Gott að stelpan fannst heil 😊

Alltaf gott að eiga góða að

Takk fyrir að birta svona falleg frétt, við þurftum á því að halda. ❤️

Dásamlegt þegar allt endar vel. Takk kærlega fyrir að deila svona góðri frétt, ekki veitir af.

Gott að allt endaði vel.

💖

Takk fyrir að deila ❤️

❤❤

❤️❤️❤️

Við mannfólkið erum svo mögnuð þegar við tökum okkar til 😁 Frábært að allt fór vel

Gleðifréttir dagsins í samfélaginu

ég fékk ryk í augun. Við erum svo falleg og góð oftast nær og þegar á reynir ❤🙏

Allt er gott sem endar vel. Aðdáunarvert að sjá fólk sameina krafta sína til góðs ❤

Svona fréttir sýna að enn er von fyrir mankynið. Sérstaklega þegar Svona margir eru boðnir og búnir til að veita þá aðstoð sem hægt er... :) Hrós til þeirra sem tóku þátt í þessari leit... :)

Væntanlega hafa nokkrir fengið ryk í augað ☺️

Já það er enn til mikið af góðu fólki. Gott að stúlkan fannst heil á húfi💞

Yndislegt ❤

❤️

View more comments

LÖGREGLAN Á Instagram