Neyðarstig vegna COVID-19

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringdu í síma 800 5005 fyrir nafnlausar upplýsingar.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Við erum öll barnavernd

Skert starf­semi skóla og leik­skóla sam­hliða minni sam­gangs milli fólks eykur líkur á að börn verði þolendur van­rækslu og ofbeld­is. Við þessar aðstæður berst börnum …

Suðurnesin Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar

Ríkislögreglustjóri

Fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.

Nánar

LÖGREGLAN Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

4 tímum síðan

Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglumenn á Suðurlandi eru með lokaðan hóp á facebook þar sem allt annað en lögreglumál eru rædd. Um daginn fengu menn áskorun frá fimleikaþjálfara liðsins að sína hæfni sína þar með því að pósta mynd af sér í handstöðu. Það hefur gengið mjög vel hjá sumum en síður hjá öðrum. Önnur áskorun sem kom var um tónlistaratriði og þetta sem hér fer er þess eðils að því verður að deila með fleirum. Þeir kusu að kalla sig Double G (Grétar og Garðar) báðir lögreglumenn á Höfn. Njótið ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Glæsilegt 😊

Stórglæsilegt

Þetta er svo lýsandi fyrir kærleikann í heiminum í dag. Takk

Snillingar

You are so cool . And takes to all of you to take care of os all .. Respect to you all..

Takk fyrir að deila þessum líka flotta sö g meðal oss 🤟 Er hægt að panta þá í gott partý í haust 🤩

GRÉTAR SNILLINGUR OG FLOTTUR SÖNGUR ... FJÖLHÆFAR LÖGGUR

Goðir

Góðir

Snillingar

Fallegt :)

🥇🏆👊 Mjög gott 😊

Söngvakeppni Lögreglunnar? Ég skal glápa á það!

Æði 😊😊

Dásamlegt 💐💐

Vel gert 👮‍♂️👮‍♂️🤜🤛👏

Dásamlegir 👏

Glæsilegur flutningur.

Flott hjá ykkur 😊👮‍♂️👮‍♂️

Vá geggjaðir :)

Meistarar 🙂

Snillar. Hvað er verið að þræla í löggunni fyrir smánar aura. Skala ætti það að vera.

Flottir 😊

Takk fyrir mig..

Geggjaðir 😎😎😎

View more comments

7 tímum síðan

Lögreglan á Vestfjörðum

Covid-19 Vestfirðir.

Eins og kom fram í tilkynningu í gær ákvað aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum, í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hertar aðgerðir til að sporna við smiti í Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði. Í ljósi smitrakningar þótti ekki, að svo komnu, ástæða til að láta hinar hertu aðgerðir ná til annarra staða á Vestfjörðum. Ekki er tímabært að segja til um hvenær þessum aðgerðum verði aflétt, en staðan er tekin daglega í samráði með sóttvarnalækni.

Eftir að sú ákvörðun var tekin greindust 15 einstaklingar smitaðir á norðanverðum Vestfjörðum. Í dag voru tekin sýni hjá 27 einstaklingum á þessu svæði og hafa þau verið send til rannsóknar. Alls eru 285 komnir í sóttkví á Vestfjörðum, eins og neðan greinir. Einstaklingar sem eru annað hvort í sóttkví eða einangrun eru eindregið hvattir til þess að fara eftir fyrirmælum og leiðbeiningum Landlæknisembættisins, sjá www.covid.is/. Þá er mikilvægt að allir þeir sem finna fyrir flensueinkennum hafi samband í síma 1700 eða síma viðeigandi heilbrigðisstofnunar. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun þá meta hvort ástæða sé til sýnatöku.

Á meðfylgjandi mynd má sjá tölulegar upplýsingar yfir stöðuna á Vestfjörðum í dag

Lögreglan hefur í dag heimsótt nokkrar af stærri verslunum í Bolungarvík og Ísafirði, bakarí og veitingastaði á norðanverðum Vestfjörðum. Fyrirsvarsfólk og starfsfólk þessara fyrirtækja hafa greinilega lagt sig fram um að fara að þeim fyrirmælum sem sett voru fram í gær og ber að þakka það.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda þær á netfangið yfirstjorn-lvf@logreglan.is eða í einkaskilaboð á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Einnig eru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrir Reykhólasveit og Strandasýslu), tilbúnir til að veita upplýsingar og aðstoð, sjá heimasíður þessara stofnana, www.hvest.is og www.hve.is

Þeir einstaklingar sem eiga erfitt um vik, af einhverjum orsökum í þessum aðstæðum, eru hvattir til að hringja í síma 1717 sem er hjálparsími Rauðakrossins. Sjálfboðaliðar þar á öllum Vestfjörðum eru reiðubúnir til að veita aðstoð s.s. að koma nauðsynjavörum til heimila þar sem heimilisfólk er í sóttkví eða einangrun.

Þó svo almenningur hafi verið hvattur til þess að halda sig að mestu heimavið og takmarki ferðir sínar í tilkynningunni í gær var ekki um eiginlegt útgöngubann að ræða. Fólk er hvatt til þess að fara út í göngutúra eða með öðrum hætti að hreyfa sig, en mikilvægt að halda í heiðri þau fyrirmæli og leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út, s.s. að vera ekki í stærri hóp en sem telur 5 einstaklinga og halda samskiptafjarlægðinni, sem eru 2 metrar. Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Lögreglan vill benda á smitrakningarapp sem hefur verið sett á laggirnar. En það hjálpar til við að rekja ferðir þeirra sem greinast smitaðir. Upplýsingar um það má nálgast hér: www.covid.is/tilkynningar

Við, sem samfélag, þurfum öll að leggjast á eitt að hefta smitleiðir með öllum ráðum. Það er gott til þess að vita að almenningur leggur sig allan fram við það. Við förum saman í gegnum þessar aðstæður og við trúum því að allt muni fara vel.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum.
2. apríl 2020.
... Sjá meiraSjá minna

Covid-19 Vestfirðir.

Eins og kom fram í tilkynningu í gær ákvað aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum, í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hertar aðgerðir til að sporna við smiti í Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði. Í ljósi smitrakningar þótti ekki, að svo komnu, ástæða til að láta hinar hertu aðgerðir ná til annarra staða á Vestfjörðum. Ekki er tímabært að segja til um hvenær þessum aðgerðum verði aflétt, en staðan er tekin daglega í samráði með sóttvarnalækni.

Eftir að sú ákvörðun var tekin greindust 15 einstaklingar smitaðir á norðanverðum Vestfjörðum. Í dag voru tekin sýni hjá 27 einstaklingum á þessu svæði og hafa þau verið send til rannsóknar. Alls eru 285 komnir í sóttkví á Vestfjörðum, eins og neðan greinir. Einstaklingar sem eru annað hvort í sóttkví eða einangrun eru eindregið hvattir til þess að fara eftir fyrirmælum og leiðbeiningum Landlæknisembættisins, sjá https://www.covid.is/. Þá er mikilvægt að allir þeir sem finna fyrir flensueinkennum hafi samband í síma 1700 eða síma viðeigandi heilbrigðisstofnunar. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun þá meta hvort ástæða sé til sýnatöku.

Á meðfylgjandi mynd má sjá tölulegar upplýsingar yfir stöðuna á Vestfjörðum í dag
 
Lögreglan hefur í dag heimsótt nokkrar af stærri verslunum í Bolungarvík og Ísafirði, bakarí og veitingastaði á norðanverðum Vestfjörðum. Fyrirsvarsfólk og starfsfólk þessara fyrirtækja hafa greinilega lagt sig fram um að fara að þeim fyrirmælum sem sett voru fram í gær og ber að þakka það.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda þær á netfangið yfirstjorn-lvf@logreglan.is eða í einkaskilaboð á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Einnig eru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrir Reykhólasveit og Strandasýslu), tilbúnir til að veita upplýsingar og aðstoð, sjá heimasíður þessara stofnana, www.hvest.is og www.hve.is 

Þeir einstaklingar sem eiga erfitt um vik, af einhverjum orsökum í þessum aðstæðum, eru hvattir til að hringja í síma 1717 sem er hjálparsími Rauðakrossins. Sjálfboðaliðar þar á öllum Vestfjörðum eru reiðubúnir til að veita aðstoð s.s. að koma nauðsynjavörum til heimila þar sem heimilisfólk er í sóttkví eða einangrun.

Þó svo almenningur hafi verið hvattur til þess að halda sig að mestu heimavið og takmarki ferðir sínar í tilkynningunni í gær var ekki um eiginlegt útgöngubann að ræða. Fólk er hvatt til þess að fara út í göngutúra eða með öðrum hætti að hreyfa sig, en mikilvægt að halda í heiðri þau fyrirmæli og leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út, s.s. að vera ekki í stærri hóp en sem telur 5 einstaklinga og halda samskiptafjarlægðinni, sem eru 2 metrar. Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Lögreglan vill benda á smitrakningarapp sem hefur verið sett á laggirnar. En það hjálpar til við að rekja ferðir þeirra sem greinast smitaðir. Upplýsingar um það má nálgast hér: https://www.covid.is/tilkynningar

Við, sem samfélag, þurfum öll að leggjast á eitt að hefta smitleiðir með öllum ráðum. Það er gott til þess að vita að almenningur leggur sig allan fram við það. Við förum saman í gegnum þessar aðstæður og við trúum því að allt muni fara vel.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum.
2. apríl 2020.

Comment on Facebook

hvað er þetta með Bolungatvík 🤔

hvað um Flateyri, Suðureyri og Þingeyri?

Snilld ad fá þetta svona upp sett..takk 🙂

Takk fyrir þessar upplýsingar 🙏

Takk fyrir þetta

Gott að sjá þetta

Keppni

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram